Skapandi rými |
Skrifborð í skammtímaleigu, rými til að hanga & verslun |
Stúdíó Handbendi er meira en æfingasalur. Þetta er fjölnota skapandi rými fyrir alla sem hafa einhvern tíma fengið hugmynd sem þeir vilja prófa, áhugamál sem þarf heimili eða vinnusmiðju sem þeir vilja leiða. Þetta er rými sem veitir innblástur, hvort sem þú ert að þróa listrænt verkefni í gegnum listamannadvölina okkar, standa fyrir gallerísýningu, halda fund, stunda jóga eða æfa. Við stefnum að því að auðvelda sköpunarferlið þitt.
|
Þú finnur yndislegt umhverfi til að slaka á og hanga á staðnum, með ókeypis þráðlausu neti og nokkrum skrifborðum til skammtímaleigu ef þú ert að leita að vinnustað í nokkra klukkutíma eða daga. Við erum líka með litla gjafavöruverslun með hágæða vörum til listsköpunar, bókum og leikföngum.
|
„Stop Motion“, brúðuleikja- og hreyfimyndastúdíó |
Listaklasi æskunnar |
Stúdíó Handbendi framleiðir hreyfimyndir, stuttmyndir og hljóðbækur. Við bjóðum einnig upp á brúðugerð og -leik fyrir kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð. Meðal nýlegra verka okkar má nefna verðlaunamyndina Lamb/Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson og leikbrúður eftir okkur voru í þáttaröð þrjú af Ófærð.
Vantar þig brúður eða sérfræðinga í brúðuleik fyrir verkefnið þitt? Hafðu samband til að fá frekari upplýsingar. |
Stúdíó Handbendi hefur komið á legg röð listasmiðja og uppákoma fyrir börn og ungmenni á svæðinu. Við hýsum reglulega listsýningar af fjölbreyttum toga, bjóðum upp á listnámskeið, starfrækjum Sumarleikhús æskunnar og tökum á móti leiksýningum frá öllum heimshornum. Smelltu á hlekkinn til að fræðast meira.
|